Áskell áskriftarkerfi

Áskell er nýtt og ferskt áskriftarkerfi fyrir þá sem selja vörur eða þjónustu í áskrift. Hvort sem þú þarft að innheimta vikulega, mánaðarlega, árlega eða á einhverju tímabili sem hentar þínu módeli, þá er Áskell til staðar fyrir þig.

Ávinningur

Með því að nota Áskel til þess að halda utan um áskrifendur og aðra reglulega greiðendur; þarftu ekki að viðhalda flóknum greiðslukerfum, tengingum við greiðslugáttir stóru færsluhirðanna eða PCI-vottunum. Gögn viðskiptavina þinna eru örugg og kostnaður í lágmarki.

Hvernig virkar Áskell?

Fyrir hverja?

Viðskiptavinir okkar hafa ólíkar þarfir og engir tveir eru eins. Við elskum fjölbreytileikann og það er það sem við höfðum í huga þegar við hönnuðum áskriftarþjónustu Áskels.
Group 20Created with Sketch.

Greiðslusíða

Áskell keyrir sem sjálfstæð greiðslusíða fyrir aftan þinn eigin vef. Þegar notandi kaupir staka vöru hjá þér, eða leggur inn pöntun fyrir því sem er í innkaupakörfunni, þá er kallað í Áskel sem færir notandann inn á einfalda greiðslusíðu þar sem allar upplýsingar til þess að ganga frá stökum kaupum eða áskrift eru til staðar.

Einföldun

Allar upplýsingar um viðskiptavininn eru á einum stað, sem gerir allt utanumhald með áskriftinni einfalt og þægilegt. Hvort sem það þarf að breyta persónu­upplýsingum, vinna með áskrift eða skipta um greiðslumáta.

Sveigjanleiki

Þú getur valið á milli þess að rukka einu sinni, rukka með reglulegu millibili í ákveðinn tíma eða rukka reglulega þar til viðskiptavinurinn segir þjónustunni upp. Einnig er hægt að fresta fyrstu rukkun þannig að notandi geti fengið frítt prufutímabil.

Öryggi

Greiðslukerfi Áskels er hýst á viðurkenndum búnaði í öruggum gagnaverum. Allar tengingar við færsluhirða, sem og utanumhald á gögnum viðskiptavina, uppfylla allar kröfur PCI-vottunar.

Tenging

Viltu kannski frekar gera þetta allt í gegnum þitt kerfi? Skoðaðu forritunarskilin (API) sem við bjóðum upp á.

Áskell ❤️ Zapier

Áskell leysir mörg vandamál tengd áskriftum, en stundum þarf bara að gera aðeins meira. Áskell býður upp á tengingar við Zapier sem veitir þér aðgang að óþrjótandi möguleikum í tengingum við önnur kerfi. Kíktu á dæmin hér að neðan og skráðu þig inn á Zapier til að kynnast enn fleiri tengimöguleikum.