Fyrir hverja?
Viðskiptavinir okkar hafa ólíkar þarfir og engir tveir eru eins. Við elskum fjölbreytileikann og það er það sem við höfðum í huga þegar við hönnuðum áskriftarþjónustu Áskels.
Áskell er nýtt og ferskt áskriftarkerfi fyrir þá sem selja vörur eða þjónustu í áskrift. Hvort sem þú þarft að innheimta vikulega, mánaðarlega, árlega eða á einhverju tímabili sem hentar þínu módeli, þá er Áskell til staðar fyrir þig.
Með því að nota Áskel til þess að halda utan um áskrifendur og aðra reglulega greiðendur; þarftu ekki að viðhalda flóknum greiðslukerfum, tengingum við greiðslugáttir stóru færsluhirðanna eða PCI-vottunum. Gögn viðskiptavina þinna eru örugg og kostnaður í lágmarki.