Lánareiknir LSR 🧮

  • Hönnun
  • Framendaforritun

Lánareiknar eru mikilvæg tól fyrir lánveitendur til þess að viðskiptavinir, bæði núverandi og væntanlegir, geti borið saman mismunandi lánakjör og áætla greiðslubyrði sína.

Mikilvægt tól lánveitenda

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eða LSR eins og hann er nefndur í daglegu tali kom að máli við okkur með það markmið að endurhanna lánareikni sjóðsins. Lánareiknar eru mikilvæg tól fyrir lánveitendur til þess að viðskiptavinir, bæði núverandi og væntanlegir, geti borið saman mismunandi lánakjör og áætla greiðslubyrði sína.

Áhersla á gæði og áreiðanleika

Að smíða tól eins og lánareiknivél LSR er gríðarlega krefjandi en um leið skemmtilegt verkefni. Gerðar eru miklar kröfur um gæði forritunarkóða og áreiðanleika lausnarinnar, svo ekki sé minnst á hversu mikilvægt er að reiknivélin gefi 100% rétta niðurstöðu í öllum tilfellum!

Sérsniðnir valkostir fyrir notendur

Það sem er áhugavert við lánareiknivél LSR er að upplýsingateymi lífeyrissjóðsins sá um að útbúa einfalda vefþjónustu sem sér um að útvega allar forsendur fyrir reiknivélina, þannig að starfsmenn sjóðsins geti sérsniðið þá valkosti sem í boði eru fyrir notendur. Forsendur lánareiknisins eru ansi margar en þar mætti til dæmis nefna vaxtakjör og lánstíma sem er í boði, verðbólguspá, lántökugjöld, upplýsingar um greiðsluviðmið Seðlabanka Íslands, og svo mætti lengi telja.

Reiknirinn sér svo um að reikna út allar upphæðir út frá forsendum og birtir niðurstöður í bæði töflum og gröfum.