Gildi

  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Lífeyriseiknivél
  • Þýðingar

Aðgengilegur og einfaldur

Lífeyrissjóðurinn Gildi leitaði til okkar við endurgerð vefsíðu Gildis. Markmiðið með endurgerðinni var að gera efnið aðgengilegt sjóðfélögum, gera vefinn léttari og auðvelda sjóðfélögum að finna allar helstu upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán.

Útlit vefsins var hannað af Brandenburg og vefurinn settur upp í Wagtail. Valið efni af eldri vef, sem var í Wordpress var fært á milli vefja, annað var yfirfarið og sett beint inn í Wagtail.

Fjölbreyttar og sveigjanleg framsetning efnis

Mikið var lagt upp úr að bæta við möguleikum á að búa til ýmis gröf eftir þörfum, auðveldar blokkir fyrir tölulegt efni auk möguleika á að endurnýta efniseiningar á milli síðna, til að ekki þurfi að uppfæra tölur á mörgum stöðum þegar þær breytast.

Smíðuð var lífeyrisreiknivél þar sem sjóðfélagar geta reiknað út áætlaðan lífeyri m.v. gefnar forsendur.

Að lokum var notast við þýðingarvirkni Wagtail til að taka út allt efni á vefnum út í þýðingarskrár sem hægt var að senda í þýðingu á ensku og byggja upp nákvæmlega eins veftré á ensku.