AVIS Langtímaleiga

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Vefþjónustuteningar

Að halda flotanum í vinnu

AVIS á Íslandi Íslandi á og stóran bílaflota sem halda þarf í vinnu allt árið um kring. Vegna mikillar sveiflu í komu ferðamanna til íslands yfir árið, þar sem langflestir ferðamenn koma að sumri til, er nauðsynlegt að halda bílaflotanum í vinnu allt árið um kring.

Þannig kom það til að Langtímaleiga AVIS og Vetrarleiga AVIS fæddust sem sjálfstæðar vörur hjá fyrirtækinu og íslendingar hafa tekið fagnandi.

Markmiðin

Stærsta markmiðið með AVISLangtimaleiga.is var að koma bílum í akstur, sem annars hefðu mögulega staðið ónotaðir yfir veturinn og auka nýtingu fjárfestingar sem liggur í stórum bílaflota, sem og að bjóða hinum almenna íslendingi upp á góðan díl.

Framtíðarsýnin var einföld en skýr. Framsetning vefsins varð að vera einföld, allar aðgerðir yrðu að vera jafn aðgengilegar á snjallsíma eins og á ferða- eða borðtölvu og það yrði að vera hægt að klára ferlið frá upphafi til enda án þess að hafa samband við skrifstofu AVIS.

Í raun ætti viðskiptavinur aðeins að þurfa að koma við hjá AVIS til þess að sækja lykilinn að bílnum.

Upplýsingagæði

Við hönnun og forritun var horft til þess að kjarnanotandinn væru íslendingur á ferðinni, oft á tíðum uppteknir einstaklingar sem hefðu ekki tíma fyrir flækjur. Því mætti engan afslátt gefa af upplifun notenda og allt yrði að virka.

Tengingar við flotakerfi AVIS eru í rauntíma, sem gerir það að upplýsingarnar um bílinn sem er á skjánum eru raunverulegar. Ekki upplýsingar um sambærilegan bíl.

Verkefnið var unnið í náinni samvinnu við Miracle, Credit Info og Borgun.