Multiuploader - Settu herferðir upp á met tíma

Nýr uploader leyfir notendum að hlaða inn öllum vefborðum fyrir herferð í einu skrefi.

Einar Jónsson

12. júní 2023

Fyrsta aðgerð í nýrri Airserve herferð er að hlaða vefborðum inn í herferðina. Hingað til hefur þetta verið gert skref fyrir skref, einn borði í senn. Þó að sú leið hafi virkað vel þá var hún óneitanlega tímafrek og fól í sér óþarflega mörg handtök.

Það eru því mikil gleðitíðindi að geta í dag kynnt nýjan "multi-uploader" til leiks, þar sem einfaldleiki og tímasparnaður eru aðalatriðið. Í stað þess að hlaða inn einni skrá í einu getur notandi valið alla vefborðana sem hlaða á upp í einu, óháð því hvort að það séu myndir, myndbönd eða HTML borðar í zip skrá. Í sama viðmóti getur notandinn einnig sett inn scriptur frá viðskiptavinum sínum ásamt vefslóðum á borða sem hýstir eru hjá þriðja aðila.Til að fækka handtökum enn frekar þá eru borðarnir gefnir ú (e. published) sjálfkrafa um leið og þeir eru vistaðir.

Svona hleður þú vefborðum inn í Airserve

Fyrir skrár:

  1. Farðu inn í herferðina og smelltu á "Add banners"
  2. Dragðu skrárnar inn á upload svæðið eða smelltu á "Click to select banners" takkann til að velja skrárnar.
  3. Nú birtist forskoðun fyrir hvern borða
  4. Fylltu út þær upplýsingar sem vantar, t.d. vídd, hæð eða lendingaslóð
  5. Smelltu á Save all til að vista alla borðana, eða smelltu á "Save" á þeim borðum sem á að vista.
  6. Endurtakið eftir þörfum

Fyrir scriptur og slóðir

  1. Ef þú vilt bæta við scriptu eða slóð þá seturu hana inn í innsláttasvæðið og smellir á "Submit"
  2. Fylltu út þær upplýsingar sem vantar í forskoðuninni
  3. Smelltu á Save all til að vista alla borðana, eða smelltu á "Save" á þeim borðum sem á að vista.
  4. Endurtakið eftir þörfum