Banner bundles - Betri leið til að koma auglýsingum til miðla

Enn ein nýjung inn í Airserve. Núna einföldum við vinnu allra notenda og minnkum líkur á mannlegum mistökum

Einar Jónsson

3. apríl 2023

Ein algengasta aðgerðin sem notendur Airserve framkvæma er að senda auglýsingaborða til vefmiðla. Til þessa hefur þetta verið gert með því að afrita scriptur úr Airserve og setja inn í tölvupósta. Þessi leið gat verið tímafrek fyrir þá sem nota kerfið mikið, auk þess sem þetta bauð uppá ákveðna hættu á mistökum. Í framhaldi af samtali við viðskiptavini okkar höfum við þróað og búið til lausn sem leysir þetta á nýjan og betri máta.

Í dag kynnum við nýja skilvirkari leið til að koma réttu efni til vefmiðlana. Banner bundle er safn af borðum og meta borðum sem notandinn býr til og sendir til miðlana sem eina heild. Starfsfólk miðlanna opnar svo böndulinn sín megin, sér hvernig borðarnir líta út og sækir sjálft scripturnar fyrir þá.

Notendur geta ýmist sótt hlekk á böndulinn til að senda til miðlana eða sent tölvupóst til þeirra beint úr viðmótinu.

Svona notar þú banner bundles

  1. Farðu inn í herferð og veldu þá borða og meta bannera sem þú vilt senda með því að haka við þá í listanum.
  2. Þá byrtist stika neðst á skjánum þar sem aðgerðin "Create Banner Bundle" er valin. Smelltu á "Continue" til að halda áfram.
  3. Nú sérðu yfirlit yfir það sem er í böndlinum og getur annað hvort sótt hlekk á hann með því að smella á "Copy link to Clipboard" eða sent hann beint til miðla með því að smella á "Send to media". Ef þú velur fyrri leiðina þá afritar kerfið hlekk á þennan böndull sem þú getur svo sett inn í tölvupóst eða önnur samskiptaforrit. Athugið að það mun ekki virka að afrita slóðina sjálf úr vafranum til að senda þar sem miðlarnir geta ekki skoðað það nema að hafa beinan aðgang inn í ykkar Airserve uppsetningu. Hlekkurinn sem er afritaður með því að smella á takkann virkar hins vegar óháð því hvort að viðkomandi hafi Airserve aðgang eða ekki.
  4. Ef þið völduð "Send to media", þá fyllið þið einfaldlega út netföng, fyrirsögn og efnistök alveg eins og þið gerið þegar þið sendið tölvupóst beint. Að lokum smellið þið á "Send".
  5. Þið getið svo fylgst með stöðu útsendra pósta með því að fara í herferðina og smella á "Sent banner bundles" takkann.

Þessi aðferð mun án nokkurs vafa hjálpa notendum með því að einfalda daglega notkun og minnka líkur á því að mistök verði. Með því að nota Banner bundle koma notendur meira í verk á minni tíma, auk þess að skila af sér vefborðum á faglegri máta.

Við hvetjum notendur til að láta í sér heyra - bæði varðandi þessa nýjung og eins aðra hluta af Airserve. Saman bætum við kerfið.