Af hverju Wagtail vefumsjónarkerfið?

Wagtail er leiðandi vefumsjónarkerfi í heiminum en þúsundir fyrirtækja og stofnana um heim allan notast við kerfið. Þar á meðal má nefna Google, Nasa og Breska heilbrigðiskerfið.

21. november 2019

Leiðandi í þróun CMS kerfa

Wagtail er leiðandi vefumsjónarkerfi í heiminum en þúsundir fyrirtækja og stofnana um heim allan notast við kerfið. Þar á meðal má nefna Google, NASA og breska heilbrigðiskerfið. Overcast byrjaði að nota Wagtail strax í útgáfu 0.4 á árunum 2013 til 2014. Útgáfa 0.4 var fyrsta útgáfa kerfisins, sem var þá þegar mun betri en margt sem hafði verið til á markaðnum í áraraðir.

Opinn hugbúnaður

Wagtail er „open source“ kerfi sem þýðir að frumkóði kerfisins er opinn öðrum og leggja til forritun við áframhaldandi þróun og nýsmíði. Þannig byggist upp frábær banki af tilbúnum lausnum sem hægt er að hagnýta sér og flýta þannig fyrir í vefforritunarferlinu. Opinn hugbúnaður bíður upp á gagnsætt og opið þróunarferli þar sem fyrirtæki allstaðar að geta komið með sýna sýn á verkefni og lagt þeim til styrk, ýmist í formi fjármagns eða vinnuframlagi.

Sveigjanlegt og öruggt

Wagtail vefumsjónarkerfið er byggt á Python forritunarmálinu en það hefur rutt sér rúms sem staðall fyrir gagnavísindi og gerfigreind. Þess vegna er Wagtail öruggur vettvangur til framtíðar. Wagtail býður upp á hraðvirkt þróunarumhverfi. Hægt er að byggja Wagtail síður á mjög hagkvæman hátt og það er auðvelt að víkka þær út. Í rauninni er Wagtail náttúrulegur leikvöllur fyrir snögga og lausnamiðaða vefforritara.

Öryggislausnirnar hjá Wagtail koma frá Django. Þær eru sívirkar sem ver vefsíður fyrir aðkasti hakkara stöðugt í stað mánaðarlegra öryggisuppfærsla fortíðarinnar. Allur kóði sem skrifaður er fyrir opinn hugbúnað er rýndur af hópi sérfræðinga á sínu sviði, þar sem hvatinn til þáttöku er að búa til góðan og öruggan hugbúnað.

Gömul gögn verða ný

Loks ber að nefna að Wagtail er sérstaklega hentugt þegar kemur að því að forrita lausnir til að tengja vefi við eldri kerfi, svo sem bókhalds- og lagerkerfi eða önnur kerfi þar sem dýrmætar upplýsingar liggja fyrir viðskiptavininn. Þannig má byggja á þeim rekstrargrunni sem fyrirtækið hefur nú þegar. Eins gefur notkun Wagtail viðskiptavininum fullt frelsi til að færa sig milli forritara og þjónustuaðila að vild, þar sem er einn stærsti kosturinn við það að vinna með opinn hugbúnað.